top of page
Alan var stærðfræðingur sem réð dulmálið hjá Nasistunum í seinni heimsstyrjöldinni og bjargaði þannig milljónum manna.

Alan Turing 

Alan Mathison Turing var stærðfræðingur sem réði dulmál nasista í seinni heimsstyrjöldinni og hjálpaði bandamönnum að vinna stríðið og bjargaði einnig milljónum manna.

 

Alan fæddist  23. júní  1912 í London og foreldrar hans voru Julius Mathison Turing og Ethel Sara. Alan átti eldri bróður sem hét John.

 

Alan Turing er þekktastur fyrir það að finna upp svokallaða Turing-vél, sem er hugsuð vél, sem er talin er geta reiknað allt sem reiknirit til er fyrir. Turing-vélar hafa reynst mikilvægar fyrir framþróun tölva og tölvunarfræði.

 

 

 

Árið 1939, þegar stríðið hófst, hefja Bretar stóra starfsemi í að ráða Enigma kóðann í Bletchley Park en þá var Alan var 27 ára.

 

 

Á meðan seinni heimsstyrjöldinni stóð vann Alan Turing á Bletchley Park  sem voru herbækistöðvar  GCCS.  Þar hannaði hann og smíðaði fyrstu Turing-vélina sem réði dulmál nasista ásamt hópi stærðfræðinga.  Það hefur verið áætlað að vinnan á Bletchley Park hefur stytt stríðið um allt að 2-4 ár.

 

 

 

Alan var samkynhneigður og var sakfelldur árið 1952 þar sem að samkynhneigð var ólögleg í Bretlandi á þessum tíma og var honum gefið val um að fara í fangelsi eða í hormónameðferð sem myndi draga úr kynhvötum hans og valdi hann það.

Á meðan meðferðinni stóð byrjaði Alan að verða þunglyndur og framdi að lokum sjálfsvíg eftir eitt ár á meðferðinni með því að borða epli sem hafði verið dýft í blásýru.

Sönnunargögn benda þó til að Alan gæti hafa dáið af slysförum.

bottom of page